Dysprósín í lykilhlutverki í tækni

Í apríl 2025 greindu kínversk stjórnvöld frá því að sérstaks …
Í apríl 2025 greindu kínversk stjórnvöld frá því að sérstaks útflutningsleyfis yrði nú krafist fyrir sjö lykilmálma, þar á meðal dysprósín. AFP/Oli Scarff

Dysprósín (Dy), sjaldgæfur málmur með sætistöluna 66 á lista yfir frumefni, gegnir sífellt stærra hlutverki í framleiðslu rafbíla og grænni tækni.

Málmurinn er nauðsynlegur í framleiðslu segla sem nýtast meðal annars í rafmótora rafbíla, vindmyllur og annan hátæknibúnað. Þessir seglar gera það mögulegt að smíða minni og léttari mótora með meiri afköst, eiginleikar sem skipta sköpum í rafbílum þar sem bæði þyngd og pláss eru takmarkandi þættir.

Kína með yfirburðastöðu

Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) og fleiri greiningaraðilum er dysprósín eitt af þeim hráefnum sem eru ómissandi í orkuskiptum heimsins en jafnframt eitt þeirra sem mjög erfitt er að komast yfir og vinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK