Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Þar ræðir hún meðal annars rekstur félagsins, kaup Nova á 20% hlut í DineOut og fleira.
Tilkynnt var á dögunum að Nova hefði keypt 20% hlut í DineOut. Margrét segir margvísleg tækifæri fólgin í kaupunum.
„Fyrst og fremst erum við að horfa á einstaklingsmarkað og síðan aftur fyrirtækjamarkað. Við horfum á það að geta styrkt okkar Vildarklúbb, sem er einn sterkasti vildarklúbbur landsins. Við horfum líka á að geta styrkt vöruframboð hjá DinOut. Þannig að það eru svona margvísleg tækifæri sem við erum búin að teikna upp og erum virkilega spennt að vinna þá vegferð með DineOut-teyminu,“ segir Margrét.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: