Hækkun á raforkuverði virðist blasa við

Með opnun raforkumarkaða hefur, að mati viðmælanda, gegnsæi viðskipta aukist, …
Með opnun raforkumarkaða hefur, að mati viðmælanda, gegnsæi viðskipta aukist, bæði hvað varðar verð og framboðs- og eftirspurnarmagn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líklegt er að smásöluverð á raforku til almennings og fyrirtækja hækki um næstu áramót ef marka má þróun á heildsölumarkaði með grunnorku – sem er uppistaðan í raforkuinnkaupum smásala og vegur þyngst í kostnaðarverði þeirra.

Meðalverð grunnorkusamninga fyrir árið 2026 hefur hækkað um 9% frá fyrra ári og stendur nú í tæplega 8,3 kr./kWst.

Vatnsstaða betri

Hafa ber í huga að viðskiptum með raforku er langt frá því að vera lokið fyrir árið. Enn er langt til áramóta og von á frekari viðskiptum sem munu hafa áhrif á verðmyndun. Þá bendir vatnsstaða í miðlunarlónum Landsvirkjunar til betri aðstæðna en síðustu tvö ár, sem gæti haft lækkandi áhrif á verð. Sömuleiðis hefur svokölluð aflþjónusta Landsvirkjunar áhrif en það er nýjung á markaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK