Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Þar ræðir hún meðal annars rekstur félagsins, kaup Nova á 20% hlut í DineOut og fleira.
Spurð hvort hún sjái tækifæri í að efla vildarklúbb Nova enn frekar svarar Margrét því játandi.
„Við hugsum vildarklúbbinn fyrst og fremst til að styrkja viðskiptasambandið enn frekar. Það eru heilmiklar tekjur þarna en það er alltaf spurning hvaðan koma tekjurnar. Margir eru í þjónustu hjá okkur einmitt út af vildarklúbbnum. Við sjáum í rauninni heilmikil tækifæri bæði með kaupunum á DineOut og fleira að styrkja hann enn frekar. Við viljum að fólk elski að vera hjá okkur og hati að fara frá okkur," segir Margrét.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta hort á þáttinn í heild sinni hér: