Gunnar Erlingsson, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Arion banka, segir að hann telji sennilegast að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta 21. maí næstkomandi. Hann segir m.a. að ástæðan fyrir minna skrefi nú en áður var talið séu þau vonbrigði sem nýjar verðbólgutölur ollu.
„Ársverðbólgan er að stíga upp fyrir efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og í þeirri stöðu er erfitt fyrir nefndina að réttlæta stóra vaxtalækkun,“ segir Gunnar og bætir við að ef horft sé á raunvaxtaaðhaldið þá rökstyðji það einnig 25 punkta.
„Annað sem er áhugavert er að ef horft er á verðbólguálag á skuldabréfamarkaði frá því að vaxtalækkunarferlið hófst þann 2. október síðastliðinn þá hefur það aðeins verið að hækka. Ýmislegt gæti valdið því svo sem launaþróun eða staðan í heimshagkerfinu,“ segir Gunnar.
Hann telur þó ólíklegt að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum.
„Það er langt í næstu vaxtaákvörðun eftir þessa í maí, vaxtalækkunarferlið er hafið og því ólíklegt að numið verði staðar hér þar sem margt getur gerst í millitíðinni,“ segir Gunnar.
Hann bætir við að hann vonist til þess að á fundinum í ágúst myndist skilyrði fyrir meiri lækkanir.
„Ég hef verið að vonast eftir því í nokkurn tíma að hlutirnir fari að falla með okkur og peningastefnunefndin fari að endurskoða aðhaldsstigið. Ég hef talið að það séu líkur á að það fari að hilla undir það en eins og staðan er í ljósi síðustu verðbólgutalna þá sé ég ekki tilefni til þess í maí en vonandi í ágúst,“ segir Gunnar.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.