Daníel Kári verður framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi

Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi.
Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Berjaya Coffee Iceland, dótturfélag malasíska fyrirtækisins Berjaya Food Berhad, hefur ráðið Daníel Kára Stefánsson sem framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi.

Fyrsta kaffihús alþjóðlega kaffirisans verður opnað hér á landi í maí.

„Ég hlakka til að sjá fyrstu Starbucks kaffihúsin á Íslandi opna dyr sínar, eftir margra mánaða samstarf og vinnu hjá teyminu okkar, bæði hér á Íslandi og í Malasíu. Ég vona að reynsla mín úr veitinga- og þjónustugeiranum muni nýtast vel hjá Starbucks á Íslandi, en það sem skiptir mestu máli er hversu ánægður ég er að fá að starfa með svo metnaðarfullu og reyndu starfsfólki,“ er haft eftir Daníel Kára í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK