Minnkar streitu í daglega lífinu

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Tristan John Frantz …
Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir, Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Tristan John Frantz stofnuðu fyrirtækið. Morgunblaðið/Eyþór

Yfir fimmtíu þúsund notendur hafa sótt sér Heima-appið og notendum fjölgar stöðugt að sögn Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra og eins stofnenda fyrirtækisins. Hægt er að greiða fyrir áskrift að Heima Premium en þeir sem ekki eru áskrifendur geta notað Heima frítt með minni virkni.

Heima-appið er notað til að einfalda heimilishaldið og hvetja börnin til virkrar þátttöku. Geta þau safnað stigum fyrir unnin heimilisstörf og fengið umbun.

20% notenda eru Hollendingar og 80% Íslendingar. Appið sló í gegn í Hollandi eftir óvænta kynningu í sjónvarpi.

Eins og sagt var frá á mbl.is á dögunum hefur Heima nýlokið við 140 milljóna króna fjármögnun sem leidd var af vísissjóðnum Frumtak Ventures en englasjóðirnir MGMT Ventures og Tennin tóku einnig þátt. Alma segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fjármögnunin muni styðja við áframhaldandi útbreiðslu og markaðssetningu, bæði hér á landi og erlendis.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK