Þórður Bjarki Arnarson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri þróunar hjá netöryggisfyrirtækinu Aftra.
„Þórður býr yfir afar víðtækri reynslu á sviði stjórnarhátta, umbótaverkefna og þjálfunar. Hann verður lykilmaður í því að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, bæði heima og á alþjóðavettvangi“, segir Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra í tilkynningu.