Almenningur getur keypt á 106,56 krónur á hlut í Íslandsbanka

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Karítas

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, hefur hafið útboð á allt að 45,2% hlut ríkisins í bankanum. Almenningi stendur til boða að kaupa hluti á föstu verði í gegnum svokallaða tilboðsbók A, þar sem gengið er ákveðið í 106,56 krónur á hlut.

Markaðsgengi bréfa bankans, þegar þetta er ritað, er um 115 krónur á hlut. Það jafngildir rúmlega 7% afslætti fyrir almenna fjárfesta miðað við markaðsverð. Afslátturinn er í samræmi við ákvæði laga nr. 80/2024, þar sem kveðið er á um að einstaklingar með íslenska kennitölu hafi forgang á hagstæðasta verð í útboðinu.

Lágmarksáskrift í tilboðsbók A er 100.000 krónur og hámark 20.000.000 krónur. Önnur tilboðsbók, B, þar sem verð ákvarðast með tilboðsfyrirkomulagi, má aldrei vera á lægra verði en í tilboðsbók A.

Ráðuneytið vekur athygli á útboðsvefnum: https://kvika.ipo.is/

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK