Róbert og Árni bæta við sig bréfum í Alvotech fyrir um 270 milljónir króna

Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alvogen Lux Holdings S.à r.l., sem er eitt af eignarhaldsfélögum Róberts Wessman og Árna Harðarsonar, hefur bætt við sig 210.000 hlutum í Alvotech. Kaupin voru gerð á verði 1.277,38 krónur á hlut, sem samsvarar um 268 milljónum króna.

Alvogen Lux Holdings er næststærsti hluthafi Alvotech, sem er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja. Róbert Wessman er stofnandi og stjórnarformaður Alvogen og Alvotech, en Árni Harðarson situr í stjórn Alvogen.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK