Sala Íslandsbanka: Pantanir umfram grunnmagn

Útboðið hófst í morgun.
Útboðið hófst í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að nú þegar hafi borist nægar pantanir til að selja það lágmarksmagn hluta í Íslandsbanka sem boðið var upphaflega, eða 20% hlut. Umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram það magn sem upphaflega var boðið út og ráðherra hefur heimild til að selja allt eftirstandandi hlutafé ríkisins í Íslandsbanka.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Ríkið á 45,2% hlut í bankanum en fram kom í tilkynningu fyrr í dag að til stæði að selja að lágmarki 20% hlut í bankanum, en þó hefði ráðherra heimild til að selja allt hlutafé. 

„Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild, sem hluta af útboðinu, til að stækka útboðið um allt að 473.905.853 hluti í bankanum. Sé heimildin nýtt að fullu verða því 850.000.007 hlutir í bankanum seldir, sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé bankans.“

Tilboðstímabil nær fram á fimmtudag

Tilboðstímabilið í útboðinu stendur til kl. 17.00 þann 15. maí 2025.

Al­menn­ingi stend­ur til boða að kaupa hluti á föstu verði í gegn­um svo­kallaða til­boðsbók A, þar sem gengið er ákveðið í 106,56 krón­ur á hlut.

Umsjón með útboðinu hafa Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf., auk sameiginlegra söluaðila sem eru ABN AMRO Bank N.V. (í samstarfi við ODDO BHF SCA), Arctic Securities AS, Arctica Finance hf., Arion banki hf., J.P. Morgan SE, Landsbankinn hf. og UBS Europe SE.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK