Afkoma af tryggingum lökust á Íslandi

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Ljósmynd/Aðsend

Meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, var neikvæð að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland var eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili samkvæmt tölum frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA).

Til þess að mæla afkomu af vátryggingahluta starfseminnar er stuðst við svokallað samsett hlutfall en það er samtala útgreiðslna vegna tjóna og rekstrarkostnaðar í hlutfalli við iðgjöld. Ef þetta hlutfall er hærra en 100% er tap af vátryggingahluta starfseminnar þar sem samanlagðar útgreiðslur vegna tjóna og rekstrarkostnaður er hærri upphæð en iðgjöld.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK