Eigendaskipti hjá Héðni hf.

Frá vinstri: Halldór Lárusson, Guðmundur Sveinsson og Eðvarð Ingi Björgvinsson.
Frá vinstri: Halldór Lárusson, Guðmundur Sveinsson og Eðvarð Ingi Björgvinsson. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Héðinn eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 93% hlut í Héðni hf. Kaupendur eru Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins, Halldór Lárusson, núverandi stjórnarformaður, og Eðvarð Ingi Björgvinsson framkvæmdastjóri, sem hafa allir starfað lengi innan fyrirtækisins. Guðmundur átti áður 24% hlut.

Kemur þetta fram í tilkynningu, þar kemur jafnframt fram að seljendur eru RGI ehf. (í eigu þriggja lykilstarfsmanna Héðins) og þrír afkomendur annars stofnanda félagsins, Markúsar Ívarssonar. Eftir viðskiptin er félagið áfram að tveimur þriðju í eigu afkomenda Markúsar.

Héðinn hf., sem var stofnað árið 1922, þjónustar sjávarútveg og iðnað. Höfuðstöðvar félagsins eru í Hafnarfirði og starfa þar um 150 manns. Samkvæmt tilkynningu nam velta félagsins árið 2024 um 10 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta um einum milljarði.

Arion banki var ráðgjafi kaupenda og sá um fjármögnun viðskiptanna, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK