Lækkar lyfjaverð um allt að 80%

Sparar þjóðinni milljarða
Sparar þjóðinni milljarða AFP/Saul Loeb

Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti nú á sunnudaginn að hann myndi undirrita forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í Bandaríkjunum um 30% til 80%.

„Ég mun koma á kerfi þar sem Bandaríkin greiða sama verð og það land sem greiðir lægst verð hvar sem er í heiminum,“ skrifaði Trump á Truth Social. Hann bætti við að þessi stefna myndi „næstum strax“ lækka lyfjaverð um 30%-80% og spara Bandaríkjunum „þúsundir milljarða dollara“.

Bandarískir neytendur borga oft tvö- til þrefalt meira fyrir lyf en fólk í öðrum þróuðum ríkjum. Trump hefur gagnrýnt þetta misræmi og segir að bandarískir neytendur hafi borið kostnaðinn af rannsóknum og þróun lyfja sem önnur lönd njóta góðs af í lægra verði, skv. frétt Reuters.

Trump hefur áður beitt tollum og öðrum viðskiptalegum aðgerðum til að knýja fram betri samninga fyrir Bandaríkin. Með þessari nýju stefnu virðist hann nú ætla að þvinga lyfjafyrirtækin til að tryggja að Bandaríkjamenn greiði sanngjarnt verð fyrir lyf og beri ekki lengur óhóflegan kostnað sem önnur lönd komast hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK