Maó formaður og Trump

Rauðliðar forseta Trump, MAGA.
Rauðliðar forseta Trump, MAGA. AFP/Marco Longari

Ding Xueliang, kínverskur stjórnmálafræðingur sem var sem ungur drengur dyggur stuðningsmaður Maós á tímum menningarbyltingarinnar, segist sjá ákveðin líkindi milli stefnu Donalds Trumps og byltingarstjórnar Maós. Í samtali við CNN, nú í maí, bendir Ding á að þótt munur sé mikill á alræði í einræðisríki og valdatilburðum lýðræðiskjörins leiðtoga endurspegli ákveðnir þættir í stjórn Trumps einkennin úr menningarbyltingu Maós, djúpt vantraust á embættiskerfi, árásir á elítu og bein tilraun til að breyta kerfinu.

Baráttu Trumps gegn „woke“-menningu og ráðstöfunum gegn bandarískum háskólum er líkt við herferð Maós gegn gömlu gildunum. Jafnframt vekur aðdáun Trumps á sterkum leiðtogum eins og Xi Jinping, sem afnam forsetatímamörk í Kína árið 2018, athygli.

Þrátt fyrir þessi líkindi undirstrikar Ding í viðtali við CNN að Trump hafi ekki kallað almenning til fjöldahreyfingar líkt og Maó gerði með Rauðu varðliðunum, liðsmenn Trumps eru hins vegar með rauðar derhúfur. mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK