Margföld umframáskrift í útboði Íslandsbanka

Ljósmynd/Aðsend

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tilkynnt að margföld umframáskrift hafi fengist fyrir grunnmagni í útboði á almennum hlutum í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins sem birt var í dag.

Grunnmagn útboðsins á almennum hlutum nemur að lágmarki 376.094.154 hlutum, sem samsvarar 20% af útistandandi hlutafé bankans.  Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður, og samanlagt geta grunnmagn og möguleg aukning numið allt að 45,2% af hlutafé bankans

Tilboðstímabili útboðsins lýkur í dag klukkan 17:00 og óvíst er hvort magn í útboðinu verði aukið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK