Starbucks velur Fastus

Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus.
Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus. Ljósmynd/Aðsend

Starbucks hefur valið íslenska fyrirtækið Fastus sem samstarfsaðila sinn vegna þjónustu og viðhalds á kaffivélum og eldhústækjum á nýjum kaffihúsum Starbucks hér á landi, samkvæmt tilkynningu frá Fastus. Fyrstu staðir Starbucks á Íslandi munu opna á næstu vikum.

„Það er okkur mikill heiður að hafa verið valin sem samstarfsaðili Starbucks,“ segir Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus, í tilkynningunni. „Tæknideild okkar mun sinna þjónustu og viðhaldi á búnaði fyrir staði þeirra á Íslandi. Samstarfið byggir á fagmennsku, áreiðanleika og sérþekkingu sem falla vel að kröfum og væntingum einu virtasta kaffihúsamerki heims.“

Í tilkynningunni kemur einnig fram að sérhæfð þjálfun tæknimanna Fastus hafi farið fram fyrir páska til að tryggja fyrsta flokks þjónustu frá fyrsta degi. Fastus þjónustar fyrirtæki og fagaðila í heilbrigðis- og veitingageiranum með búnaði og rekstrarvörum. Tæknideild félagsins telur 50 sérþjálfaða starfsmenn sem sinna uppsetningum, viðhaldi og reglulegum gæðaheimsóknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK