Nýsköpunarumhverfið og starfsemi Klaks var til umræðu í nýjasta þætti viðskiptahluta Dagmála. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klaks var þar gestur.
Ásta segir að Klak bjóði nýsköpunarfyrirtækjum upp á sterkar alþjóðlegar tengingar.
„Við erum í miklu alþjóðlegu samstarfi. Við tengjum meðal annars sprotafyrirtækin við verkefni erlendis. Síðan eru vísisjóðirnir duglegir að laða að erlenda fjárfesta,“ segir Ásta.
Hún segir að margir erlendir aðilar sæki landið líka heim á nýsköpunarvikunni sem nú stendur yfir.
„Það koma um 200 aðilar erlendis frá og þetta er flott dagskrá,“ segir Ásta.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: