Forstjóri Novo Nordisk stígur til hliðar

Jorgensen hafði starfað hjá fyrirtækinu allann sinn starfsferil.
Jorgensen hafði starfað hjá fyrirtækinu allann sinn starfsferil. AFP/Mads Claus Rasmussen

Forstjóri danska fyrirtækisins Novo Nordisk hefur stigið til hliðar vegna markaðsáskorana fyrirtækisins.

Fyrirtækið er þekktast fyrir þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy og sykursýkislyfið Ozempic en lyfin stóðu fyrir 61% af heildarsölu fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafa lækkað að undanförnu. 

Í tilkynningu frá Novo Nordisk segir að ákvörðunin hafi verið tekin af stjórn fyrirtækisins. Lars Fruergaard Jorgensen, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, mun halda áfram störfum þar til nýr forstjóri hefur tekið við. Jorgensen hefur starfað hjá fyrirtækinu allan sinn starfsferil. 

Novo Nordisk hefur verið eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu síðustu ár og einn af hornsteinum danska hagkerfisins. 

Hlutabréf í Novo Nordisk hafa fallið um meira en helming frá því í júní 2024. Eftir að tilkynning barst um forstjóraskiptin í dag hafa hlutabréf fyrirtækisins fallið um meira en þrjú prósent. 

Fyrr í þessum mánuði lækkaði fyrirtækið söluspá sína fyrir árið vegna samkeppni frá svokölluðum GLP-1-sprautum sem hafa svipuð áhrif og Wegovy og Ozempic. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK