Afslátturinn virðist ekki skipta máli að mati ráðherra

Gamlar höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand með þakkarborða.
Gamlar höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand með þakkarborða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tilkynnt niðurstöður útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið fór fram dagana 13.-15. maí og lauk með því að ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í bankanum, 45,2%, á föstu verði, 106,56 krónur á hlut. Heildarandvirði útboðsins nemur 90,6 milljörðum króna.

Eftirspurn var eins og ráðuneytið segir sjálft „án fordæma“ og bárust tilboð fyrir yfir 190 milljarða króna eða um 100 milljörðum meira en var í boði. Sérstaka athygli vakti þátttaka einstaklinga en í tilboðsbók A bárust áskriftir frá 31.274 einstaklingum, sem buðust til að kaupa fyrir samtals 88,2 milljarða króna. Meðaláskrift einstaklinga var því um 2,8 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK