Alvotech klárar útboð í Svíþjóð

Róbert Wessman forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri Alvotech. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alvotech stóð fyrir útboði á heimildarskírteinum, svokölluðum Swedish Depository Receipts (SDR) á Nasdaq Stokkhólmi, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið gefur út hlutabréf í Svíþjóð og kemur fram í gögnum að þetta marki mikilvægan áfanga í þeirri stefnu félagsins að auka þátttöku norrænna og evrópskra fjárfesta í rekstrinum. Fyrirtækið er nú þegar skráð á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Útboðið náði til 441.600 SDR, sem voru eingöngu ætluð almenningi í Svíþjóð. Hvert SDR veitir rétt til eins hlutabréfs í Alvotech. SDR eru skráð afleiðuform hlutabréfa, sem gera fjárfestum í Svíþjóð kleift að eiga hlut í erlendu félagi án þess að eiga sjálf raunveruleg hlutabréf í því. Þessi lausn einfaldar skráningu og viðskipti á mörkuðum milli landa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK