Mánaðarleg viðhorfskönnun Michigan-háskóla sýnir að dregið hefur úr bjartsýni bandarískra neytenda þriðja mánuðinn í röð. Svörin í könnuninni eru notuð til að reikna út vísitölu þar sem gildi yfir 50 gefur til kynna bjartsýni en ef gildi vísitölunnar er lægra er svartsýni ríkjandi.
Í maí mældist vísitalan 50,8 stig og hefur ekki verið lægri síðan í júní 2022. Er þetta töluverð lækkun frá því í apríl þegar vísitalan mældist 52,2 stig. Til samanburðar var vísitalan í kringum 95 stiga bilið frá 2017 til 2020 en lækkaði þá skarplega og náði lágmarki síðla árs 2022.
Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að svartsýni hefur aukist meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins, í fyrsta skipti síðan Donald Trump náði kjöri í nóvember síðastliðnum.
Könnunin var gerð tveimur dögum eftir að greint var frá því að Bandaríkin og Kína hefðu samið um að gera hlé á tollastríði ríkjanna, en svör þátttakenda bentu til að þeim væru neikvæð áhrif tolla efst í huga. Að meðaltali væntu svarendur þess að verðbólga muni fara upp í 7,3% á næstu tólf mánuðum og er það hæsta gildi sem mælst hefur í könnuninni síðan í nóvember 1981. ai@mbl.is
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.