Bandarískir neytendur svartsýnni

Stuðningsmenn repúblikana eru líka farnir að ókyrrast.
Stuðningsmenn repúblikana eru líka farnir að ókyrrast. AFP/Frederic J. Brown

Mánaðarleg viðhorfskönnun Michigan-háskóla sýnir að dregið hefur úr bjartsýni bandarískra neytenda þriðja mánuðinn í röð. Svörin í könnuninni eru notuð til að reikna út vísitölu þar sem gildi yfir 50 gefur til kynna bjartsýni en ef gildi vísitölunnar er lægra er svartsýni ríkjandi.

Í maí mældist vísitalan 50,8 stig og hefur ekki verið lægri síðan í júní 2022. Er þetta töluverð lækkun frá því í apríl þegar vísitalan mældist 52,2 stig. Til samanburðar var vísitalan í kringum 95 stiga bilið frá 2017 til 2020 en lækkaði þá skarplega og náði lágmarki síðla árs 2022.

Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að svartsýni hefur aukist meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins, í fyrsta skipti síðan Donald Trump náði kjöri í nóvember síðastliðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK