Kaldalón kaupir fasteignir fyrir 2,75 milljarða

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri félagsins Kaldalóns.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri félagsins Kaldalóns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kaldalón hefur skrifaði undir kaupsamning og fengið afhentar fasteignir að Suðurhrauni 4, 4a og 6. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Samanlagt er um að ræða 9.150 fermetra af fasteignum. Fasteignirnar hýsa rekstur Samhentra – kassagerð hf. Samhliða viðskiptunum fær Kaldalón forkaupsrétt að Breiðhellu 2. Kaupverð fasteigna nemur 2.750 milljónum króna. Leigutekjur nema á ársgrunni 240 milljónum króna og er áætlað að rekstrarhagnaður Kaldalóns aukist um 200 milljónir króna á ársgrundvelli.

Leigutekjur Kaldalóns hækka um 31% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fyrra ári og nema 1.275 milljónum króna. Verulegur vöxtur var í tekjum milli ára vegna fjárfestinga á fyrra ári. Rekstrartekjur voru 1.275 milljónir króna og rekstrargjöld námu 313 milljónum króna. Rekstur á fyrsta ársfjórðungi var í samræmi við áætlanir sem kynntar voru eftir ársuppgjör félagsins. Rekstrarhagnaðarhlutfall (NOI) var 76% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 79% árið 2024. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að stærstur hluti veltutengdra rekstrartekna félagsins falli til á seinni helmingi ársins, en einungis 13% á fyrsta ársfjórðungi og hefur það áhrif á hlutfall hreinna rekstrartekna á fyrsta ársfjórðungi. Hrein fjármagnsgjöld námu 946 milljónum króna. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 12 milljónum króna. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam því 29 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi.

Fjárfestingareignir félagsins nema 73.720 milljónum króna og hækka um 276 milljónir króna frá áramótum, aðallega vegna fjárfestinga í þróunarverkefnum sem verða tekjuberandi síðar á árinu 2024 og 2025. Fjárfesting í fasteignunum Suðurhraun 4, 4a og 6 lauk á öðrum ársfjórðung og er því ekki hluti af uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. 

Óbreytt afkomuspá

Afkomuspá félagsins er óbreytt frá því í mars 2025. Afkomuspá verður endurútgefin við hálfsársuppgjör og mun þá taka tillit til fjárfestinga í nýjum tekjuberandi fasteignum það sem af er ári. Gildandi afkomuspá frá mars er að rekstrartekjur 2025 verði á bilinu 5.350 milljónir króna – 5.550 milljónir króna. Rekstrarhagnaður ársins verði á 4.200 – 4.350 milljónir króna.

Haft er eftir Jón Þór Gunnarssyni, forstjóra Kaldalóns að rekstur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takti við væntingar.

Félagið hefur vaxið umtalsvert milli ára og voru leigutekjur fyrsta ársfjórðungs rúmlega 30% hærri en á sama tímabil í fyrra. Félagið birti í fyrsta skipti árs- og sjálfbærniskýrslu á fjórðungnum og gaf út nýjan verðtryggðan skuldabréfaflokk, KALD 150436, auk þess að gefa út græn skuldabréf undir KALD 041139 GB. Gengið var frá kaupum á nýjum tekjuberandi fasteignum, sem standa við hlið fasteignar Kaldalóns að Suðurhrauni í Garðabæ. Nær engin breyting er á mati fjárfestingareigna frá áramótum. Reiknaður veginn fjármagnskostnaður í gangvirðismati hækkar um 0,11% frá áramótum sem hefur neikvæð áhrif á matsverð fasteigna. Verðlagsþróun og þróunareignir sem urðu tekjuberandi á fjórðungnum hafa jákvæð áhrif á útreiknað gangvirði fjórðungsins. Greiddar voru niður vaxtaberandi skuldir þannig að veðsetningarhlutfall lækkar um 1% frá áramótum og er 56% í lok fjórðungsins. Félagið gerir ráð fyrir að ganga frá frekari samþykktum kaupsamningum, háð hefðbundnum fyrirvörum í fasteignaviðskiptum, á öðrum ársfjórðungi," er haft eftir Jón Þór í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK