Flókið regluverk viðvarandi verkefni

Forsvarsmenn benda á þungt regluverk, mikla skattbyrði og veikburða hlutabréfamarkað …
Forsvarsmenn benda á þungt regluverk, mikla skattbyrði og veikburða hlutabréfamarkað sem helstu áskoranir í starfsemi fjármálafyrirtækja.

Hreiðar Bjarnason, fjármálastjóri Landsbankans, segir ástæðuna fyrir aukinni arðsemi bankans á fyrsta fjórðungi ársins í samanburði við sama fjórðung 2024 vera einkum minna útlánatap það sem af er ári.

„Á fyrsta fjórðungi síðasta árs færði bankinn umtalsverða virðisrýrnun vegna náttúruhamfara á Reykjanesi,“ segir hann.

Hreiðar nefnir að bankinn hafi væntingar um að arðsemi eigin fjár á árinu 2025 verði 10-12%.

„Hörð samkeppni og sífellt flóknara regluverk eru viðvarandi verkefni. Landsbankinn vill vera traustur banki fyrir farsæla framtíð og við leggjum okkur fram um að auka sífellt skilvirkni í rekstri bankans, ásamt því að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu og samkeppnishæf kjör,“ segir Hreiðar.

Samantekt um horfur í rekstri bankanna má lesa í ViðskiptaMogganum sem kom út sl. miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK