Gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. mbl.is/Karítas

Ólíklegt er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á fundi sínum á morgun. Í greiningu Landsbankans, sem birt var í síðustu viku, segir að gert sé ráð fyrir hléi á vaxtalækkunarferlinu þar sem verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa almennt haldist háar.

Stýrivextir standa nú í 7,75% og raunstýrivextir í 3,58%. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fjórum fundum, en greining bankans bendir á að taumhaldið sé enn nauðsynlegt þar sem verðbólguþrýstingur hafi ekki dvínað frá síðasta fundi í mars.

Þrátt fyrir háa vexti hefur efnahagslífið reynst þrautseigt. Kortavelta hefur aukist jafnt og þétt og veltan á íbúðamarkaði er enn talsverð. Þá hefur vinnumarkaðurinn haldist stöðugur.

„Við teljum þó að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra sé að staldra við í þetta skiptið og eiga þá frekar inni meiri vaxtalækkun í ágúst,“ segir í greiningu Landsbankans.
mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK