Verja 1 milljarði í markaðssetningu Collab

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.

Ölgerðin hefur ákveðið að verja 1 milljarða króna í markaðssetningu á Collab. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Hluthafaspjallið á Brotkast.is í umsjón Sigurðar Más Jónssonar og Jóns G. Haukssonar en Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar var þar gestur.

„Við settum 300 milljónir í þetta á síðasta ári og ætlum að fjárfesta fyrir annað eins á þessu ári, eða fyrir um 350 milljónir. Og svo aftur á næsta ári. Þannig að þetta dreifist á þrjú ár,“ segir Andri.

Hann bætir við að Collab sé verðmætasta vörumerkið á drykkjavörumarkaðnum á Íslandi og komið upp fyrir Kristal, Pepsí og Coca Cola.

Andri Þór bætir við að fyrirtækið sé í slíku sóknarfæri í Norður-Þýskalandi að það væri allt að því galið að láta ekki á það reyna. „Tækifærið hrópar á okkur,“ segir Andri. 

Drykkurinn fæst þegar í 590 verslunum í Danmörku og fer á næstu vikum í um 1.500 verslanir í Þýskalandi. Þá horfir fyrirtækið sömuleiðis til Austurríkis og þar hafa 1.900 verslanir samþykkt að taka Collab-drykkinn inn.

„En þetta er mikil áskorun og björninn er ekki unninn þótt við séum komnir í hillurnar úti - þá tekur í raun vinnan við að búa til eftirspurnina og ná sölunni í gang. Þannig að þessu fylgir auðvitað veruleg áhætta - en við trúum mjög á þetta. Við höfum gert ítarlegar markaðsrannsóknir og vitum að Þjóðverjum líkar bragðið af drykknum og okkar er að fá þá til að kaupa hann,“ segir Andri Þór í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK