Amaroq hækkar um 108% í kauphöll

Eldur Ólafsson skoðar sýni í gullnámu Amaroq í Nalunaq á …
Eldur Ólafsson skoðar sýni í gullnámu Amaroq í Nalunaq á Grænlandi. mbl.is/Stefán Einar

Námufyrirtækið Amaroq Minerals, sem að stórum hluta er í eigu íslenskra fjárfesta, hækkaði um 108% í kanadísku kauphöllinni í kjölfar nýrrar skýrslu um ástand nám fyrirtækisins á Suður-Grænlandi.

Fóru bréfin úr 1,47 kanadískum dollar í 2,9 dollara.

Amaroq er þrískráð félag. Þannig eru bréf þess tekin til viðskipta í fyrrnefndri kauphöll auk þeirrar íslensku og bresku.

Gengi bréfa félagsins hefur rokkað mjög á síðustu mánuðum og misserum, ekki síst vegna aukinnar óvissu í heimshagkerfinu. Síðasta árið hafa bréf félagsins hækkað um 7% í íslensku kauphöllinni en innan ársins nemur lækkunin hins vegar 24,66%.

Stóð gengi bréfa þess í 137,5 krónum á hlut við lokun markaða í íslensku kauphöllinni  gær og nam markaðsvirði félagsins 54,3 milljörðum króna.

Eldur Ólafsson er forstjóri félagsins og stofnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK