Námufyrirtækið Amaroq Minerals, sem að stórum hluta er í eigu íslenskra fjárfesta, hækkaði um 108% í kanadísku kauphöllinni í kjölfar nýrrar skýrslu um ástand nám fyrirtækisins á Suður-Grænlandi.
Fóru bréfin úr 1,47 kanadískum dollar í 2,9 dollara.
Amaroq er þrískráð félag. Þannig eru bréf þess tekin til viðskipta í fyrrnefndri kauphöll auk þeirrar íslensku og bresku.
Gengi bréfa félagsins hefur rokkað mjög á síðustu mánuðum og misserum, ekki síst vegna aukinnar óvissu í heimshagkerfinu. Síðasta árið hafa bréf félagsins hækkað um 7% í íslensku kauphöllinni en innan ársins nemur lækkunin hins vegar 24,66%.
Stóð gengi bréfa þess í 137,5 krónum á hlut við lokun markaða í íslensku kauphöllinni gær og nam markaðsvirði félagsins 54,3 milljörðum króna.
Eldur Ólafsson er forstjóri félagsins og stofnandi.