Ashot Abrahamyan, bankastjóri Bank Lviv í Úkraínu, segir mörg tækifæri bíða fjárfesta í landinu þegar stríðinu lýkur en þá taki við efnahagsleg endurreisn. ViðskiptaMogginn var viðstaddur þegar nýjar höfuðstöðvar bankans voru opnaðar á dögunum.
„Við trúum því staðfastlega að stríðið taki enda fyrr eða síðar og þá verða gríðarleg tækifæri til að fjárfesta hér og styðja við endurreisn Úkraínu. Þannig getur landið þróast áfram og orðið aðildarríki Evrópusambandsins.
Ég tel að það séu margir áhugaverðir geirar þar sem fjárfestingar myndu skila árangri. Því fyrr sem þessar fjárfestingar verða gerðar, þeim mun meiri ávinningi munu þær skila í framtíðinni. Það eru einfaldlega gríðarlegir möguleikar í landinu,“ segir Abrahamyan.
ViðskiptaMogginn fylgdist með opnun nýrra höfuðstöðva Bank Lviv fyrr í þessum mánuði og ræddi við það tilefni við fjóra lykilstjórnendur bankans. Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, er sem kunnugt er meðal hluthafa í bankanum.
Ítarlega er fjallað um bankann og efnahagslífið ytra í ViðskiptaMogganum í dag.