Ólafur Thors ráðinn markaðsstjóri Bónus

Ólafur Thors, markaðsstjóri Bónus.
Ólafur Thors, markaðsstjóri Bónus. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Thors hefur verið ráðinn nýr markaðsstjóri Bónus. Hann kemur til fyrirtækisins með yfir áratugsreynslu í markaðsmálum, stefnumótun og stafrænum lausnum, meðal annars frá Íslandsbanka og Plain Vanilla.

Fram kemur í tilkynningu að Ólafur hafi lokið BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og starfaði síðast sem deildarstjóri stafrænnar upplifunar hjá Íslandsbanka. 

„Ég hlakka til að vinna með þessu öfluga vörumerki. Bónus hefur haldið lægsta mögulega verði fyrir viðskiptavini eins og mig í áratugi og það er bæði skemmtilegt og mikilvægt verkefni að styðja við þau skilaboð,“ segir Ólafur Thors.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, fagnar ráðningunni: „Við erum mjög heppin að fá Ólaf til liðs við okkur. Hann býr yfir dýrmætri reynslu og mun án efa styrkja tengsl okkar við neytendur enn frekar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK