Stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,50%.

Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun en þetta er í fjórða skipti í röð sem bankinn lækkar vextina.

Landsbankinn og Íslandsbanki spáðu því að stýrivextir héldust óbreyttir en Arion spáði 0,25 prósenta lækkun.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólgan hafi verið 4,2% í apríl og hafi minnkað töluvert frá því sem hún var mest fyrir tveimur árum.

Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans mun hún haldast nálægt 4% út árið en taka síðan að hjaðna í markmið. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil, ekki síst vegna nýlegra vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum.

Enn nokkur þróttur í efnahagsumsvifum

„Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefur því minnkað jafnt og þétt eins og sjá má á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglast m.a. í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað eru þær áfram yfir markmiði,“ segir í yfirlýsingunni.

Vextir verða því sem hér segir:

  • Daglán 9,25%
  • Lán gegn veði til 7 daga 8,25%
  • Innlán bundin í 7 daga 7,50%
  • Viðskiptareikningar 7,25%
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK