Tollahlé dregur úr spennu

Tollarnir og Donald Trump, hér vígreifur með hnefa á lofti.
Tollarnir og Donald Trump, hér vígreifur með hnefa á lofti. AFP/Saul Loeb

Bandaríkin og Kína hafa náð tímabundnu 90 daga samkomulagi um lækkun tolla, þar sem bandarískir tollar á kínverskar vörur fara úr 145% í 30% og kínverskir tollar lækka úr 125% í 10%. Markaðir tóku fréttunum fagnandi eftir margra vikna óvissu og lækkanir.

Þrátt fyrir lægri tolla eru áhrifin á heimili og fyrirtæki enn umtalsverð. Samkvæmt greiningaraðilum munu heimilin greiða að meðaltali 2.800 dollara (um 360 þúsund krónur) meira á ári vegna hærra vöruverðs og atvinnuleysi í Bandaríkjunum gæti aukist um 0,4 prósentustig fyrir árslok.

Sérfræðingar vara jafnframt við að samkomulagið sé aðeins tímabundið en stjórnvöld í Bandaríkjunum lýsa samkomulaginu sem stórsigri.

Gagnrýnendur benda hins vegar á að lægri tollar séu aðeins lagfæring á þeirri krísu sem forseti Bandaríkjanna skapaði sjálfur. mj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK