Viðskipti með hlutabréf Amaroq hófust á ný á kanadísku TSX Venture kauphöllinni í dag, eftir að þau voru stöðvuð vegna óvenjulegrar hækkunar. Fyrstu viðskipti eftir opnun voru við 1,75 kanadadali á hlut (um 161 kr. á hlut), sem er um 40% lægra en hámarksgengið 2,90 kanadadalir sem náðist áður en viðskiptin voru stöðvuð.
Stöðvun viðskiptanna var framkvæmd að beiðni kanadísku fjárfestingareftirlitsstofnunarinnar (CIRO) vegna mikillar hækkunar á hlutabréfaverði félagsins. Í yfirlýsingu frá Amaroq kemur fram að stjórnendur séu ekki meðvitaðir um neinar efnislegar breytingar í rekstri sem gætu skýrt þessa hækkun .
Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Amaroq.