Wise styrkir innviði og ræður í lykilstöður

Benedikt Rúnarsson og Áki Barkarson.
Benedikt Rúnarsson og Áki Barkarson. Ljósmynd/Aðsend

Tæknifyrirtækið Wise hefur gert breytingar innan framkvæmdastjórnar. 

Fram kemur í tilkynningu að Áki Barkarson hafi verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu og upplýsingatæknimála. Áki hóf störf hjá Wise árið 2023 sem tæknistjóri, en hann starfaði áður í 16 ár hjá Advania, þar af síðast sem stjórnandi hjá rekstrarlausnum. Í nýrri stöðu sinni mun hann stýra þróun og framkvæmd rekstrarþjónustusviðs Wise.

Jafnframt hefur Benedikt Rúnarsson verið ráðinn öryggisstjóri Wise. Hann kemur frá Mílu þar sem hann gegndi starfi öryggis- og gæðastjóra og hefur víðtæka reynslu af stafrænni innviðastjórnun og öryggismálum. Benedikt hefur einnig lokið sérnámi í ferilstjórnun hjá Boston University og Duke University.

Í tilkynningu er haft eftir Jóhannesi Helga Guðjónssyni, forstjóra Wise:

„Það er mikill fengur að fá Áka inn í framkvæmdastjórn til að leiða rekstrarþjónustusvið Wise og Benedikt í öryggisstefnu okkar. Með þessum breytingum erum við að styrkja kjarnastarfsemi okkar og tryggja að við séum vel í stakk búin til að mæta síbreytilegum kröfum um rekstraröryggi, sveigjanleika og þjónustugæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK