Tæknifyrirtækið Wise hefur gert breytingar innan framkvæmdastjórnar.
Fram kemur í tilkynningu að Áki Barkarson hafi verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu og upplýsingatæknimála. Áki hóf störf hjá Wise árið 2023 sem tæknistjóri, en hann starfaði áður í 16 ár hjá Advania, þar af síðast sem stjórnandi hjá rekstrarlausnum. Í nýrri stöðu sinni mun hann stýra þróun og framkvæmd rekstrarþjónustusviðs Wise.
Jafnframt hefur Benedikt Rúnarsson verið ráðinn öryggisstjóri Wise. Hann kemur frá Mílu þar sem hann gegndi starfi öryggis- og gæðastjóra og hefur víðtæka reynslu af stafrænni innviðastjórnun og öryggismálum. Benedikt hefur einnig lokið sérnámi í ferilstjórnun hjá Boston University og Duke University.
Í tilkynningu er haft eftir Jóhannesi Helga Guðjónssyni, forstjóra Wise:
„Það er mikill fengur að fá Áka inn í framkvæmdastjórn til að leiða rekstrarþjónustusvið Wise og Benedikt í öryggisstefnu okkar. Með þessum breytingum erum við að styrkja kjarnastarfsemi okkar og tryggja að við séum vel í stakk búin til að mæta síbreytilegum kröfum um rekstraröryggi, sveigjanleika og þjónustugæði.“