Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tilkynnt um niðurstöðu útboðs á almennum hlutum í Íslandsbanka hf.
Alls bárust tilboð í tilboðsbók A að fjárhæð 88,2 milljarðar króna og voru 86,9 milljarðar samþykktir. Úthlutað var til 31.020 einstaklinga, sem fengu samanlagt 815,6 milljónir hluta.
Tilboð í tilboðsbók B námu alls 84,3 milljörðum króna og er áætlað að 3,7 milljarðar verði úthlutað til 56 aðila í dag.
Engin úthlutun mun eiga sér stað í tilboðsbók C.