Þrátt fyrir 90 daga hlé í tollastríði Bandaríkjanna og Kína heldur Kína áfram að beita ströngu eftirliti með útflutningi á sjaldgæfum jarðmálmum – hráefnum sem eru lykilatriði í meðal annars farsíma, rafbíla og ýmis vopnakerfi.
Samkvæmt CNN hefur Kína ekki gefið nein merki um að aflétta útflutningseftirlitinu, sem var tekið upp í byrjun apríl sem svar við tollum Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna. Þvert á móti virðist stjórnin vera að herða eftirlitið, með því að innleiða reglur þar sem útflutningur krefst sérstakra leyfa fyrir hverja sendingu.
Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) stendur Kína undir 61% af allri námuvinnslu á sjaldgæfum jarðmálmum í heiminum en nær 92% af allri hreinsun og vinnslu.
Sérfræðingar telja að útflutningseftirlit Kína sé að verða eitt öflugasta hagfræðilega vogarafl heims.
Þrátt fyrir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt að Kína hafi samþykkt að aflétta aðgerðum á fundi í Genf hefur kínverska viðskiptaráðuneytið ekki staðfest slíkt.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.