Kína stýrir sínum útflutningi sjálft

Strangt eftirlit er með sjaldgæfum jarðmálmum.
Strangt eftirlit er með sjaldgæfum jarðmálmum. AFP

Þrátt fyrir 90 daga hlé í tollastríði Bandaríkjanna og Kína heldur Kína áfram að beita ströngu eftirliti með útflutningi á sjaldgæfum jarðmálmum – hráefnum sem eru lykilatriði í meðal annars farsíma, rafbíla og ýmis vopnakerfi.

Samkvæmt CNN hefur Kína ekki gefið nein merki um að aflétta útflutningseftirlitinu, sem var tekið upp í byrjun apríl sem svar við tollum Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna. Þvert á móti virðist stjórnin vera að herða eftirlitið, með því að innleiða reglur þar sem útflutningur krefst sérstakra leyfa fyrir hverja sendingu.

Samkvæmt Alþjóðaorkustofnuninni (IEA) stendur Kína undir 61% af allri námuvinnslu á sjaldgæfum jarðmálmum í heiminum en nær 92% af allri hreinsun og vinnslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK