Nýverið tóku nýir forstöðumenn við verðbréfamiðlun hjá Arion banka. Haraldur Hilmar Heimisson hefur tekið við starfi forstöðumanns hlutabréfamiðlunar og Gunnar Örn Erlingsson starfi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar.
Fram kemur í tilkynningu bankans að Haraldur hafi starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár. Hann hefur starfað hjá verðbréfamiðlun Arion frá árinu 2014 en starfaði hjá MP Banka frá árinu 2006.
Haraldur er með hagfræði- og MBA-gráðu frá Louisiana Tech University og er með próf í verðbréfaviðskiptum.
Þá hafi Gunnar einnig starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár, þar af við skuldabréfamiðlun hjá Arion banka síðastliðinn fimm ár.
Þar áður starfaði hann í eigin viðskiptum Kviku, Íslandsbanka og hjá forverum þeirra. Gunnar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle og er með próf í verðbréfaviðskiptum.