Nýir forstöðumenn hjá Arion banka

Haraldur Hilmar Heimsson og Gunnar Örn Erlingsson.
Haraldur Hilmar Heimsson og Gunnar Örn Erlingsson. Samsett mynd

Nýverið tóku nýir forstöðumenn við verðbréfamiðlun hjá Arion banka. Haraldur Hilmar Heimisson hefur tekið við starfi forstöðumanns hlutabréfamiðlunar og Gunnar Örn Erlingsson starfi forstöðumanns skuldabréfamiðlunar. 

Fram kemur í tilkynningu bankans að Haraldur hafi starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár. Hann hefur starfað hjá verðbréfamiðlun Arion frá árinu 2014 en starfaði hjá MP Banka frá árinu 2006.

Haraldur er með hagfræði- og MBA-gráðu frá Louisiana Tech University og er með próf í verðbréfaviðskiptum.

Þá hafi Gunnar einnig starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár,  þar af við skuldabréfamiðlun hjá Arion banka síðastliðinn fimm ár. 

Þar áður starfaði hann í eigin viðskiptum Kviku, Íslandsbanka og hjá forverum þeirra. Gunnar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá University of Washington í Seattle og er með próf í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK