Íslenska bankakerfið og rekstur sparisjóðsins Indó var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Tryggvi Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Indó var þar gestur.
Oft er sagt að menn séu líklegri til að skilja við maka sinn en skipta um banka. Tölur frá Samtökum fjármálafyrirtækja hafa þó sýnt fram á að hreyfanleikinn á íslenskum fjármálamarkaði er meiri en víðast hvar annars staðar.
„Okkur var tjáð af mörgum þegar við fórum af stað að fólk myndi frekar skilja við maka sinn en koma í viðskipti hjá nýjum banka. Í dag eru viðskiptavinir áttatíu og fimm þúsund og vaxa um tvö þúsund á mánuði og ég ætla svo sannarlega að vona að það séu ekki jafnmargir skilnaðir,“ segir Tryggvi og bætir við að lítið mál sé að skipta um banka.
„Þú sækir app, stofnar reikning og færð launin greidd inn á nýjan reikning með því að hafa samband við launadeildina. Þú getur gert það í appinu okkar í tveimur smellum. Einhver sagði við mig: Ég er í skilnaðarferli við gamla bankann minn. – Við eigum ekkert að gera þetta svona dramatískt. Fáðu bara launin inn á Indó og prófaðu þetta og ef þetta virkar haltu áfram. Ef þetta virkar ekki farðu þá bara til baka,“ segir Tryggvi.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast þáttinn í heild sinni hér: