Verð lækki og arðsemin minnki

Play hefur ekki birt afkomuspá fyrir árið en líklegt þykir …
Play hefur ekki birt afkomuspá fyrir árið en líklegt þykir að félagið sæki sér viðbótarfjármagn á næstu 12-18 mánuðum að mati viðmælanda Morgunblaðsins.

Rekstrarhagnaðarhlutfall Icelandair nam -21,7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og hlutfall Play nam -46,9%. Rekstrarhagnaðarhlutfall (e. operating profit margin) er hlutfall sem sýnir hversu mikill hagnaður er eftir að rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá tekjum fyrirtækis. Það mælir hversu skilvirkt fyrirtækið er í rekstri sínum.

Helgi Frímannsson, fjárfestingaráðgjafi hjá New Iceland Advisors, bendir á í samtali við ViðskiptaMoggann að rekstur íslensku flugfélaganna hafi lengi verið háður árstíðasveiflum. Viðskiptalíkan þeirra byggist á því að sumarmánuðirnir skapi nægan rekstrarhagnað til að vega upp á móti tapi yfir veturinn. Á veturna dregur úr eftirspurn á norðurslóðum og fargjöld eru jafnframt lægri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK