Musk forstjóri nema hann láti lífið

Elon Musk hefur verið umdeildur í verkefnum Bandaríkjastjórnar.
Elon Musk hefur verið umdeildur í verkefnum Bandaríkjastjórnar. AFP/Brendan Smialowski

Elon Musk hefur ítrekað að hann muni áfram gegna stöðu forstjóra Tesla næstu fimm árin, þrátt fyrir erfiðan rekstur félagsins og gagnrýni vegna umfangsmikillar þátttöku hans í stjórnmálaverkefnum á vegum Hvíta hússins.

Í viðtali á Bloomberg á þriðjudag var Musk spurður hvort hann væri staðráðinn í að halda áfram sem forstjóri Tesla. Svar hans var afdráttarlaust já en forstjórinn bætti þó við að það væri ákveðinn fyrirvari á þessu öllu, helst ef hann myndi láta lífið.

Musk hefur undanfarið verið leiðandi fyrir „Department of Government Efficiency“ (DOGE), stofnun á vegum ríkisstjórnar Donalds Trumps til að hreinsa til í ríkisrekstri. Þátttaka hans þar hefur verið gagnrýnd. Á sama tíma hafa afhendingar frá Tesla dregist saman um 13% á fyrsta ársfjórðungi, sem er mesta lækkun í sögu fyrirtækisins.

Musk hefur þó ekki of miklar áhyggjur, enda muni sjálfkeyrandi bílar og vélmennið Optimus taka við sem helsta tekjulind félagsins til framtíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK