Hafi fengið frábærar viðtökur

Íslenska bankakerfið og rekstur sparisjóðsins Indó var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Tryggvi Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Indó var þar gestur.

Spurður hvernig reksturinn hafi þróast rifjar Tryggvi upp sögu fyrirtækisins og segir að Indó hafi fengið frábærar viðtökur.

„Við fengum sparisjóðaleyfið 2022 og tók okkur 6 mánuði að fara af stað. Árið 2023 opnuðum við gagnvart almenningi og tveimur dögum komu 3.500 manns í viðskipti. Frá því að við opnuðum gagnvart almenningi hefur reksturinn verið góður," segir Tryggvi og bætir við að það séu um ein og hálf milljón debetkortafræsla á mánuði.

Við erum með efnahagsreikning sem núna telur í tugum milljarða, 60 þúsund manns opna appið í hverjum mánuði og það eru um ein og hálf milljón snertinga í appinu. Við byrjuðum sem lítið frumkvöðlateymi og draumur okkar var að sjá Indó vaxa," segir Tryggvi.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK