Listi yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt lista yfir þá einstaklinga sem keyptu í útboði Íslandsbanka. 

Alls bárust tilboð upp á 88,2 milljarða króna í tilboðsbók A og þar af voru 86,9 milljarðar samþykktir. Alls var úthlutað til 31.020 einstaklinga sem fengu samanlagt 815,6 milljónir hluta. 

Tilboð í tilboðsbók B námu alls 84,3 milljörðum króna og var 34.329.404 úthlutað til 56 aðila. 

Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B voru 1.228. Þeir sem buðu undir 117,55 krónur á hlut í tilboðsbók B var hafnað. 

Heildareftirspurn 190 milljarðar

Heildareftirspurn í útboðinu nam um 190 milljörðum króna en heildarvirði viðskiptanna var tæplega 90,6 milljarðar króna. 

Engin úthlutun varð í tilboðsbók C. 

Listann yfir þá sem fengu úthlutað í tilboðsbók A og B má sjá hér að neðan.

Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir leiðréttingu ráðuneytisins á listanum yfir þá sem keyptu í tilboðsbók B. Vantaði þar inn þá sem keyptu í gegnum tilboðsbók B en fengu undir 20 milljónir. Samtals voru 56 sem keyptu í gegnum tilboðsbók B, en í upphaflegum lista sem ráðuneytið birti voru aðeins 25 lögaðilar eða einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK