Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt lista yfir þá einstaklinga sem keyptu í útboði Íslandsbanka.
Alls bárust tilboð upp á 88,2 milljarða króna í tilboðsbók A og þar af voru 86,9 milljarðar samþykktir. Alls var úthlutað til 31.020 einstaklinga sem fengu samanlagt 815,6 milljónir hluta.
Tilboð í tilboðsbók B námu alls 84,3 milljörðum króna og var 34.329.404 úthlutað til 56 aðila.
Fjöldi tilboða sem bárust í tilboðsbók B voru 1.228. Þeir sem buðu undir 117,55 krónur á hlut í tilboðsbók B var hafnað.
Heildareftirspurn í útboðinu nam um 190 milljörðum króna en heildarvirði viðskiptanna var tæplega 90,6 milljarðar króna.
Engin úthlutun varð í tilboðsbók C.
Listann yfir þá sem fengu úthlutað í tilboðsbók A og B má sjá hér að neðan.
Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir leiðréttingu ráðuneytisins á listanum yfir þá sem keyptu í tilboðsbók B. Vantaði þar inn þá sem keyptu í gegnum tilboðsbók B en fengu undir 20 milljónir. Samtals voru 56 sem keyptu í gegnum tilboðsbók B, en í upphaflegum lista sem ráðuneytið birti voru aðeins 25 lögaðilar eða einstaklingar.