Rekstur Haga hefur gengið vel að undanförnu og hlutabréfaverð félagsins verið á mikilli siglingu. Finnur Oddsson forstjóri Haga var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna sem sýndur er á mbl.is.
Hann bætir við að það eigi við um kaup Haga á SMS, þar sem séu ágætis tækifæri til að gera betur.
„Ég vil reyndar taka það fram að SMS er mjög vel rekið fyrirtæki og hefur gengið vel á undanförnum árum, enda undir styrkri stjórn. Mjög flottur hópur af fólki sem leiðir félagið áfram en það eru samt ákveðnir möguleikar þarna sem við horfum til og það er kannski fyrst og fremst í dagvöruverslun,“ segir Finnur.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: