Fjárfestingin hreyfi ekki nálina

Í nýjasta uppgjöri Haga kom fram að nokkur fjárfesting yrði í tengslum við kaupin á starfseminni í Færeyjum. Spurður af hvaða stærðargráðu slíkt yrði segir Finnur Oddson forstjóri Haga í viðskiptahluta Dagmála að hún sé ekki af þeirri stærðargráðu að hún færi nálina verulega.

„Ef við setjum þetta í samhengi við fjárfestingu eða capex-ið hjá Högum undanfarin ár hefur það verið svona einhvers staðar á bilinu þrír til fjórir milljarðar alla jafna. Þarna eru verkefni í gangi sem við göngum í raun og veru inn í, svona uppbyggingarverkefni. En fjárfestingin í Færeyjum er kannski í kringum milljarð á næstu tólf til átján mánuðum,“ segir Finnur.

Hann útskýrir að hægt væri að hjálpa til við að auka vöruúrval.

„Við erum með lausnir nú þegar eins og frá Eldum rétt eða tilbúna rétti frá Bónus í verslunum okkar sem seljast ákaflega vel. Það þarf í rauninni varla nokkra innviðauppfærslu til að færa þær yfir til Færeyja, sérstaklega þar sem flestar verslanirnar okkar í Færeyjum eru undir Bónusnafninu,“ segir Finnur.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK