Eimskip tekur fyrirtækjakort Símans Pay í notkun

Bjarni Sindri Bjarnason og Ólafur Fannar Heimisson frá Símanum Pay, …
Bjarni Sindri Bjarnason og Ólafur Fannar Heimisson frá Símanum Pay, María Björk Hauksdóttir og Anna María E Guðmundsdóttir hjá Eimskip. Ljósmynd/Aðsend

Síminn og Eimskip hafa undirritað samning um innleiðingu fyrirtækjakorts Símans Pay í starfsemi Eimskips. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrirtækjum sem nýta kortið fer ört fjölgandi, en Eimskip bætist í hóp um 140 rekstraraðila sem hafa tekið það í notkun síðustu mánuði. Þá eru um 50 fyrirtæki til viðbótar í innleiðingarferli um þessar mundir.

Innleiðing fyrirtækjakorts Símans Pay getur sparað fyrirtækjum tugi eða hundruð vinnustunda á mánuði, sem jafngildir nokkrum stöðugildum hjá stærri fyrirtækjum, þar sem ekki þarf að bóka hverja færslu með handvirkum hætti eða kalla eftir kvittunum. Auk þess er sérstakt eftirlitskerfi innbyggt í lausnina sem kallar eftir gögnum sem vantar og lætur stjórnendur vita ef misbrestur er á skráningu.

Tækifæri í áframhaldandi vexti

Kortið er gefið út með rafrænum hætti. Hægt er að gefa kortið út á einstaka starfsmenn, hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma. Stjórnendur fyrirtækja geta sjálfir stjórnað heimildum kortanna og lausnin flokkar allar færslur um leið og þær eru framkvæmdar.

Aðalgeir Þorgrímsson, forstöðumaður fjártækni Símans, reiknar með áframhaldandi vexti í innleiðingu kortsins.

„Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að færa tíma sem áður fór í handavinnu yfir í uppbyggilegri verkefni. Við finnum fyrir mikilli ánægju hjá okkar viðskiptavinum og sjáum umtalsverð tækifæri í áframhaldandi sókn. Þetta á ekki síst við hjá hinu opinbera, þar sem ætlunin er að hagræða í rekstri næstu misserin – en með innleiðingu kortsins má ná fram verulegri hagræðingu með lítilli fyrirhöfn,“ er haft eftir Aðalgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK