Einar Pálmi nýr forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arion

Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka.
Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Einar Pálmi Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Arion banka samkvæmt tilkynningu. 

Fram kemur að Einar Pálmi hafi yfir 30 ára reynslu af fjármálamarkaði. Hann var fjárfestingarstjóri Kviku eignastýringar á árunum 2017 til 2024 en starfaði áður hjá HF Verðbréfum, Arion banka, Kaupþingi og Íslandsbanka, þar sem hann starfaði í tæp 15 ár. Einar Pálmi hefur setið í ýmsum stjórnum þar á meðal stjórnum Arctic Adventures, Fálkanum, Já, Gallup,  Rarik og Íslenska gámafélaginu.

Einar Pálmi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA-gráðu frá Rotterdam School of Management og með próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt með ACI Diploma í fjárstýringu og gjaldeyrisviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK