Einar Pálmi Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Arion banka samkvæmt tilkynningu.
Fram kemur að Einar Pálmi hafi yfir 30 ára reynslu af fjármálamarkaði. Hann var fjárfestingarstjóri Kviku eignastýringar á árunum 2017 til 2024 en starfaði áður hjá HF Verðbréfum, Arion banka, Kaupþingi og Íslandsbanka, þar sem hann starfaði í tæp 15 ár. Einar Pálmi hefur setið í ýmsum stjórnum þar á meðal stjórnum Arctic Adventures, Fálkanum, Já, Gallup, Rarik og Íslenska gámafélaginu.
Einar Pálmi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA-gráðu frá Rotterdam School of Management og með próf í verðbréfaviðskiptum. Hann er jafnframt með ACI Diploma í fjárstýringu og gjaldeyrisviðskiptum.