Húsasmiðjan leitar að forstjóra

Rekstur Húsasmiðjunnar reyndist stöðugur á árinu 2024, þrátt fyrir hátt …
Rekstur Húsasmiðjunnar reyndist stöðugur á árinu 2024, þrátt fyrir hátt vaxtastig og áframhaldandi erfiðleika á byggingamarkaði. Ljósmynd/Aðsend

Rekstur Húsasmiðjunnar reyndist stöðugur á árinu 2024, þrátt fyrir hátt vaxtastig og áframhaldandi erfiðleika á byggingamarkaði. Velta félagsins nam 25,8 milljörðum króna og dróst saman um 2,9% frá fyrra ári. Hagnaður eftir skatta nam 343 milljónum króna og lækkaði um 576 milljónir frá árinu 2023.

Kemur þetta fram í tilkynningu félagsins og vísað til þess að rekja megi samdráttinn að stórum hluta til hás vaxtastigs og lóðaskorts sem hamlaði nýframkvæmdum á árinu. 

Árni Stefánsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra síðastliðin ár, lét af störfum í byrjun maí. Ráðningarferli vegna nýs forstjóra stendur yfir og er það í höndum ráðningarfyrirtækisins Hagvangs. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, gegnir starfi forstjóra tímabundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK