Ólíkt öðrum almenningsrýmum

„Við erum að reyna að huga að fjölbreyttum þörfum íbúa, …
„Við erum að reyna að huga að fjölbreyttum þörfum íbúa, gesta og gangandi,“ segir Jón Heiðar Kolbrúnarson. Morgunblaðið/Eggert

Það iðar allt af lífi á Orkureitnum á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar þessa dagana þar sem tæplega tvö hundruð starfsmenn verktakafyrirtækisins Safírs vinna að uppbyggingu 460 íbúða af ýmsum stærðum og gerðum, í fjórum áföngum.

En það eru ekki bara húsin sjálf sem rísa. Sérstök áhersla hefur verið lögð á plássið á milli bygginganna. Það er útbúið með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa árið um kring. Fjórir vandaðir inngarðar, hver með sín sérkenni, hafa verið hannaðir af Nordicarch og eftir hugmyndafræði danska arkitektsins og prófessorsins Jan Gehl.

Í grunninn snýst nálgun Gehl um að styrkja mannlíf í borgum og byggðum og áhersla er lögð á þrenns konar athafnir í útirými: Nauðsynlegar, valkvæðar og félagslegar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK