Tollarnir virka og hallinn minnkar

Trump-stjórnin leggur nú allt í sölurnar til að snúa efnahag …
Trump-stjórnin leggur nú allt í sölurnar til að snúa efnahag Bandaríkjanna við. AFP/Brendan Smialowski

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 61,6 milljörðum dala í apríl og hafði þá minnkað um 56% frá mánuðinum á undan. Um er að ræða minnsta halla frá því í september 2023, að sögn Reuters. Innflutningur dróst saman um rúm 16%, sem er mesta lækkun frá upphafi mælinga, á meðan útflutningur jókst í sögulegt hámark.

Í umfjöllun CNBC kemur fram að þessi viðsnúningur í utanríkisviðskiptum sé að hluta til vegna hertrar tollastefnu Donalds Trumps og aukins hvata til innlendrar framleiðslu. Samkvæmt nýjasta mati Atlanta Federal Reserve er búist við 4,64% hagvexti á þessu ári.

Þrátt fyrir jákvæðar viðskiptatölur vekur þróunin spurningar. Minni innflutningur getur einnig bent til veikari einkaneyslu og fjárfestinga. Skuldavandi ríkisins heldur áfram að vaxa, traust á dollaranum dvínar og skuldatryggingaálag ríkissjóðs nálgast nú það sem áður einkenndi Suður-Evrópu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK