Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 61,6 milljörðum dala í apríl og hafði þá minnkað um 56% frá mánuðinum á undan. Um er að ræða minnsta halla frá því í september 2023, að sögn Reuters. Innflutningur dróst saman um rúm 16%, sem er mesta lækkun frá upphafi mælinga, á meðan útflutningur jókst í sögulegt hámark.
Í umfjöllun CNBC kemur fram að þessi viðsnúningur í utanríkisviðskiptum sé að hluta til vegna hertrar tollastefnu Donalds Trumps og aukins hvata til innlendrar framleiðslu. Samkvæmt nýjasta mati Atlanta Federal Reserve er búist við 4,64% hagvexti á þessu ári.
Þrátt fyrir jákvæðar viðskiptatölur vekur þróunin spurningar. Minni innflutningur getur einnig bent til veikari einkaneyslu og fjárfestinga. Skuldavandi ríkisins heldur áfram að vaxa, traust á dollaranum dvínar og skuldatryggingaálag ríkissjóðs nálgast nú það sem áður einkenndi Suður-Evrópu.
Moody’s hefur lækkað lánshæfismat Bandaríkjanna og stóru fjárfestingabankarnir UBS og Goldman Sachs greina frá auknum gjaldeyrisvörnum og minnkuðu vægi bandarískra ríkisskuldabréfa.
Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi nam tæplega 60 milljörðum króna, sem er næstmesti halli frá upphafi mælinga, einkum vegna mikils innflutnings fjárfestingarvara og minni tekna af ferðamönnum og áli. Hagstofan og Seðlabankinn spá engu að síður 1,6-1,8% hagvexti á árinu.
Þótt bandaríska tölfræðin bendi til viðsnúnings eru undirliggjandi einkenni óstöðugleika enn til staðar. Traust á bandarískum skuldabréfum heldur áfram að dvína og fjárfestar leita í auknum mæli í skammtímalán og aðra gjaldmiðla. OECD hefur jafnframt lækkað hagvaxtarspár víða vegna vaxandi óvissu og versnandi viðskiptaskilyrða.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.