Afkoma jákvæð en útgjöld aukast

Afkoma hins opinbera hefur ekki verið jákvæð síðan árið 2018.
Afkoma hins opinbera hefur ekki verið jákvæð síðan árið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afkoma hins opinbera var jákvæð nú á fyrsta ársfjórðungi þess árs samkvæmt fyrsta mati byggðu á fyrirliggjandi gögnum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Áætlað er að afkoman hafi verið jákvæð um 4,6 milljarða króna eða það sem nemur 0,4% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoma hins opinbera áætluð neikvæð um 4,3 milljarða á seinasta ári en þær tölur byggja enn á bráðabirgðagögnum og munu taka breytingum þegar uppgjör liggur fyrir.

Afkoma hins opinbera hefur ekki verið jákvæð frá því árið 2018.

Auknar skatttekjur

Áætlað er að tekjur hins opinbera hafi aukist um 9,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2024. Vega þar þyngst auknar tekjur vegna skatta á tekjur og hagnað ásamt auknum tekjum vegna skatta á vörur og þjónustu.

Útgjöld ríkisins hafa einnig aukist um 7,4% á þessu sama tímabili. Hér vega þyngst annars vegar launakostnaður sem jókst um 8,2% og útgjöld vegna kaupa á vöru og þjónustu sem jukust um 9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK