Meginstarfsemi Play til Möltu og Litáen

Í fjárfestakynningu kemur fram að upphaflegt rekstrarlíkan Play, með meginstarfsemi …
Í fjárfestakynningu kemur fram að upphaflegt rekstrarlíkan Play, með meginstarfsemi á Íslandi, hafi verið ósjálfbært. mbl.is/Eyþór

Veruleg stefnubreyting blasir við í rekstri flugfélagsins Play verði yfirtökutilboð BBL 212 hf. samþykkt. Yfirtökuaðilarnir, undir forystu Einars Ernis Ólafssonar og Elíasar Skúla Skúlasonar, sem stefna að því að leggja fram tilboð í allt hlutafé Play að því gefnu að þeir nái að fjármagna verkefnið, kynntu í fjárfestakynningu að félagið muni hverfa frá núverandi rekstrarlíkani, með því að hætta flugi til Norður-Ameríku, færa hluta rekstrarins til Möltu og Litáen og einblína á leiguflug og sólarlandaferðir.

Í framlögðum gögnum í tengslum við yfirtökutilboðið er gert ráð fyrir að félagið verði rekið annars vegar sem Play Europe og hins vegar sem Play Iceland. Þetta félag fær nýtt flugrekstrarleyfi á Möltu og stýrir þaðan flugrekstri sem áður var á Íslandi. Play Iceland verður minni eining með fjórar vélar sem sinna flugi frá Keflavík innan Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK